11. desember 2011

Farmall hingað og þangað - Bókarkynningar

Að anda takts og tíðar er heimsíðungur að kynna bók sína - Alltaf er Farmall fremstur - á ýmsum vettvangi þessa dagana. Fyrsta kynningin var á útgáfudegi, 16. júlí sl. - á Farmal-fagnaðinum á Hvanneyri.

Síðan hefur bókin verið kynnt á Sagnakvöldi Safnahússins í Borgarnesi, Fornvélamannafundi í Skagafirði og Jólamarkaði að Bjarteyjarsandi, svo nokkuð sé nefnt.

 

Þá var árangursrík kynning á bókinni haldin í Landbúnaðarsafni sl. fimmtudag.

 

Framundan er kynning í Útvarpi Sögu nk. þriðjudag, á fundi Ferguson-félagsins í Kaffi Álafossi á miðvikudagskvöldið kl. 20, og í höndlun Nettó í Borgarnesi nk. föstudag kl. 15-18. Ónefnd er þá kynning að Ásgarði í Kjós að kvöldi þess 21, og sjálfsagt gleymist eitthvað.

 

Allir eru velkomnir að kíkja við í Lækjartúni - Túngötu 5 - á Hvanneyri og fá nokkurra mínútna bókar kynningu, sé höfundurinn heima. Og svo er sími safnsins opinn, 844 7740, þar sem hringjendur geta fengið örkynningu bókarinnar og stutt IHC-spjall með Farmal-ívafi.

 

Því er á þessu haft orð hér að sala bókarinnar gagnast Landbúnaðarsafni þannig að höfundarlaun fyrir hana, eins og Ferguson-bólkina, renna til eflingar safninu.

 

Farmal-bókinni hefur verið prýðilega tekið.

 

Bókin fæst í öllum bestu bókabúðum landsins og á tímabundnum bókamarkaðstorgum hinna stóru verslana.

 

Þá hefur Landbúnaðarsafn takmarkaðan fjölda eintaka af bókinni til sölu.