2. nóvember 2011

Farmall á Sagnakvöldi Safnahúss

Jæja, nú er komið að því að Safnahús Borgarfjarðar heldur sagnakvöld sitt. Það verður annað kvöld, fimmtudagskvöldið 3. nóv., eins og nánar má lesa um á heimasíðu Safnahússins:

 

http://www.safnahus.is/Default.asp?Sid_Id=23334&tId=2&Tre_Rod=&qsr 

 

Þarna verður bókin Alltaf er Farmall fremstur kynnt í góðum hópi annarra nýrra andverka sem rætur rekja til Borgarfjarðar.

 

Heimsíðungur mun m.a. lesa þar valda kafla úr bókinni, og jafnvel, ef vel stendur á skrefi, slá korður á lútu sína undir ljóði sem er á bls. 126 í bókinni.

 

Þá hefur njósn borist af því að velunnari, sem á einn fegursta Farmal Borgarfjarðar, muni jafnvel mæta með hann á svæðið.

 

Líka eru horfur á að forleggjari Farmal-bókarinnar,  Uppheimar, verði á svæðinu með nokkur eintök, sem föl verða á viðráðanlegu verði. Bókaráritun mun fúslega verða veitt að venju og án endurgjalds.

 

Mest er þó um vert að í lok kynningardagskrár bíða þjóðlegar veitingar gesta sem þá fá tækifæri til þess að ræða þau mál er þeir helst kjósa.