16. júlí 2011

Fjölsóttur Farmal-fagnaður

Farmaðl-fagnaðurinn var haldinn á Hvanneyri í dag. Veður voru blíð svo þakkarvert var. Fjölmenni sótti hátíðina, og úr öllum landshlutum. Áætlað er að hartnær 500 manns hafi komið að Hvanneyri í dag. Sjá líka

https://picasaweb.google.com/109620125213731587361/FarmalFagnaUr?authkey=Gv1sRgCMDu2sK2ksThbg#

 

Fjöldi aðkomuvéla voru sýndar auk véla Landbúnaðarsafns, og voru Farmalar og aðrir Nallar þar í heiðurssæti.

 

Sleginn var þrælasláttur með Farmölum, valdir fegurstu Farmalarnir og farnir skrauthringir í akstri, sem lukkuðust sérlega vel.

 

Skemmukaffið hafði ekki undan og rabarbaragrautinn þar þraut fljótlega. Vöfflukaffið dugði hins vegar og naut sín vel þar í sólarbreyskjunni við bæjarlækinn.

 

Giuðrún Bjarnadóttir kynntiu jurtalitun svo athygli vakti.

 

Þá kynnti Ólafur á Þorvaldseyri og hans fólk olíuvinnslu úr repjufræi ræktuðu þar eystra. Vakti kynning Þorvaldseyrarfólksins gríðarlega athygli, enda um merkilega tiltraun að ræða.

 

Síðast en ekki síst var kynnt bókin Alltaf er Farmall fremstur eftir Bjarna Guðmundsson sem Uppheimar gáfu út í dag (frá henni er m.a. sagt í Sunnudags-Mogga þessarar helgar).

 

Bókin var boðin á sérlegu utgáfudagsverði og seldist bílfarmur af henni (Subaru Forester).

 

Nánar verður greint frá Farmal-fagnaðinum.