13. júlí 2011

Dagskrá Farmal-fagnaðar þann 16. júlí

Nú birtum við drög að dagskrá Farmal-fagnaðarins á Hvanneyri á laugardaginn kemur  - með smá fyrirvörum að sjálfsögðu.

 

Við hvetjum alla eigendur eldri Nalla til þess að koma á svæðið. Aðrar tegundir eru að sjálfsögðu velkomnar...

 

Gömul vél er gaman manns - verður mottó okkar til viðbótar því að maður er manns gaman.

 

Fyrir þá sem koma snemma dags verður rabarbaragrautur fáanlegur í Skemmukaffi Landbúnaðarsafnsins

 

 

 

 

Kl. 13.30: Farmal-hylling  á Hvanneyrarhlaði/sunnan við Halldórsfjós

-   Velkomin

-   Farmal A 1945 kemur á svæðið

-   Alltaf er Farmall fremstur ... Kynning nýútkominnar bókar frá Uppheimum, sem verður til sölu á svæðinu á sérstöku útgáfudagsverði.

-   Farmal-eigendur (og aðrir fornvélaeigendur) sýna vélar sínar, spá, spjalla, kynna þær og segja Farmal-sögur.

 

Kl.14.15: Farmal-sláttur

      Ekið til slægju og sleginn þrælasláttur með Farmal-dráttarvélum og etv. fleirum.

 

Kl. 15: Dráttarvéla-eldsneyti af íslenskum akri: Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri og samstarfsmenn hans kynna ræktun á repju og framleiðslu lífdísel-eldsneytis úr henni. Olía framleidd á staðnum verður sett á Farmal-dráttarvél og henni ekið. Fer fram á Hvanneyrarhlaði/sunnan við Halldórsfjós

 

Kl. 15.45: Fegurstu Farmalarnir: Viðurkenningar veittar fyrir fegurstu Farmal-vélarnar á Fagnaðinum.  

 

Kl. 16.00: Skrúðakstur á  Farmal- og öðrum forn-dráttarvélum. Ökustjóri verður Haukur Júlíusson. Ekinn verður hinn íðilfagri Engjahringur um Hvanneyrarengjar – tekur tæpan hálftíma . . .

 

Skemmukaffi... Vöfflukaffi Landbúnaðarsafns í Gömlu skemmunni kl. 12-17, rabarbaragrautur í hádeginu. Gengið suður með kirkjugarðinum.

 

Ullarseliðog Landbúnaðarsafnið verða opin kl. 12-18.  Aðgangur ókeypis en mjólkurbrúsinn góði tekur við styrktarframlögum til safnsins. Minnt er á gestabókina í Landbúnaðarsafninu.