9. júlí 2011

Dagskrá Safnadags á Hvanneyri 10. júlí

Hér á eftir er greint frá dagskrá Íslenska safnadagsins í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.

 

 

 

Allir eru velkomnir. 

Kl. 14:  Borgfirsku flæðiengjarnar - Fræðsluganga með Ragnhildi Helgu Jónsdóttur og fleirum; gangan hefst við vesturgafl Halldórsfjóss - Gamla fjóssins á Hvanneyri. Gangan tekur tæpa klukkustund. Farið um greiðfært og (þessa dagana) þurrlegt land.

 

kl.15: Jón Sigurðsson forseti og landbúnaðurinn. Bjarni Guðmundsson kynnir viðfangsefnið og nýtt sýningarefni í Landbúnaðarsafni. Það er unnið í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.

 

Vöfflukaffi Landbúnaðarsafnsins í Gömlu Skemmunni á Hvanneyri - gengið suður með kirkjugarðinum. Athugið að það er ekki posi á staðnum.   Einstak umhverfi og afbragðsgóð og ný rabarbarasulta að hætti Dísu...

 

Ullarselið er á sínum stað ...

 

... og gestum er velkomið að líta inn í Hvanneyrarkirkju - hinnar meira en aldargömlu og fallegu kirkju. Hvanneyrar-kirkja er bændakirkja.

 

Safnið er opið kl. 12-18.

 

Ókeypis aðgengur en minnt á Gestabókina og Mjólkurbrúsann sem þiggur frjáls framlög til safnsins.