29. maí 2011

Hvað er líf? Hvað eru líf? Athugasemd

Glöggur lesandi gjörði athugasemd við eftirfarandi klausu í næst síðustu frétt síðunnar:  Heimsíðungur getur sér þess til að líf kvikni einhvers staðar í fjárhúsum landsins á hartnær hverri mínútu þessi dægrin. 

 

Orðin líf kvikni taldi lesandinn það óviðeigandi að ekki sæmdi svo virðulegri stétt sem bændum. Heimsíðungur gerir ekki tilraun til að efna til þrefs um það, og biður þá afsökunar sem þykir hér rangt með farið.

 

Vissulega er talað um að við fang kvikni líf. Það er hins vegar ekki burðugra en svo að eitt og sér lifir það ekki: það nýtur móðurlífs hinn útmælda dagafjölda.

 

Þegar naflastrengurinn slitnar og mis vinsamleg veröldin blasir við verða lífin tvö - hið sjálfstæða líf kviknar...

 

 

Þakkarvert er að vita enn af glöggum lesendum með næman skilning bæði á máli og því efni sem málið á að túlka... Staddur í fjárhúsum vestrá Fjörðum leið heimsíðungi nefnilega ekki rétt vel undir öllum beinu lýsingunum af Öskusvæðunum, sérstaklega þegar fréttakonan fyrir sunnan spurði fréttamanninn fyrir austan eitthvað á þessa leið: Séðu mikið af öskum þarna?

 

Öllum getur orðið á - einkum ef hraðinn er mikill.