21. janúar 2011

Af undarlegu samlífi skurðgröfu og Ferguson-ar

Einn af hollvinum safnsins, Ólafur Sigurðsson frá Búvöllum í Aðaldal, sendi okkur á dögunum frásögn með myndum af undarlegu samlífi amerískrar UNIT-skurðgröfu frá 1948 og grárrar Ferguson-dráttarvélar.

 

Heimsíðungur hefur klippt frásögn Ólafs og myndir hans saman í eitt, m.a. teiknimyndir hans, en Ólafur er afbragðsgóður teiknari, eins og sjá má til dæmis í bókinni ...og svo kom Ferguson.

 

Frásögn Ólafs er til marks um það hvernig ráðsnjallir menn björguðu sér þegar upp kom tæknivandi. Frásögnin sýnir líka að stundum er gagnlegt að hugsa óhefðbundið. Frásögnina finnur þú með því að ýta hér.