22. október 2010

Nánast fullbókað á næsta námskeið!

Landbúnaðarsafn, Landbúnaðarháskólinn og Jörvi halda sjöunda forntraktoranámskeiðið laugardaginn 30. október nk. Það átti að vera síðasta námskeiðið þeirrar gerðar.

 

Námskeiðið er nánast fullbókað. Aðeins 2-3 sæti eru laus eins og nú stendur. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku. Skráning fer fram á heimasíðu Landbúnaðarháskólans, www.lbhi.is  sjá nánar http://www.lbhi.is/index.aspx?GroupID=894&TabID=900&eventId=483

 

Námskeiðin Forntraktorar - meira en járn og stál hafa notið mikilla vinsælda. Þau sýna þann gríðarlega áhuga sem nú er á gömlum dráttarvélum og fylgitækjum þeirra. Líka á sögunni og því að halda henni til haga.

 

Námskeiðin eru að hluta skipulögð sem jafningjafræðsla. Hver miðlar öðrum auk þess sem færi gefst á því að kynnast öðrum með sömu áhugamál, jafnvel mönnum sem hafa sömu vélartegundina að helsta áhugamáli.

 

Kennararnir eru enn þeir Bjarni, Haukur (þið sjáið hann á myndinni á sínum nýpússaða B 414), Jói, Siggi og Erlendur. Að lokinni samveru í kennslustofu verður farið í heimsóknir í Landbúnaðarsafn og á verksktæði Jörva þar sem alltaf er eitthvað nýtt gamalt að gerast á sviði fornvéla.

 

Síðast en ekki síst njótum við svo lúxusviðurgernings mæðgnanna Soffíu og Jónínu í mat og drykk ... fullir kunna nefnilega flest ráð.