29. september 2010

Stefnir í stóran forndráttarvélafund 9. okt.

Það stefnir í góða þátttöku áhugamanna í forndráttarvélafundinum laugardaginn 9. október nk. svo líklega þurfum við að grípa til stærri salar en við áætluðum upphaflega. Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, hvort sem þeir ráða yfir 25 forndráttarvélum eða engri.

En kæru vinir, munið bara eftir að skrá ykkur tímanlega svo að hún Soffía geti sett nóg í pottana, sjá kynningu hér neðar á fréttalistanum.