25. september 2010

Dagskrá forndráttarvélafundar á Hvanneyri 9. okt. nk.

Landbúnaðarsafn Íslands efnir til Forndráttarvélafundar á Hvanneyri (í Bútæknihúsi) laugardaginn 9. október nk.

 

 

Tilgangur fundarins er að skapa áhugamönnum um forndráttarvélar, verkfæri þeirra og sögu samveru-, kynningar- og samræðuvettvang.

 

Meðal annars verður leitast við að fá mynd af því varðveislu- og söfnunarstarfi sem nú er unnið víða um land á þessu sviði.

 

 

 

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):

 

Kl. 11: Fundarsetning og kynning þátttakenda

            Forndráttarvélar á Íslandi – saga og söfnun: Bjarni Guðmundsson:

Kl. 12: Léttur hádegisverður

Kl. 13: Úr heimum forndráttarvélamanna – Óskar Alfreðsson og Ragnar Jónasson: hugleiðingar reynslubolta og samræður um þær..

Kl. 14: Heimsókn í Landbúnaðarsafn – sýningarsali og geymsluskála. Leiðsögn: Bjarni Guðmundsson, Haukur Júlíusson, Erlendur Sigurðsson, Jóhannes Ellertsson ofl.

Kl. 15: Heimsókn á verkstæði Jörva hf. Leiðsögn: Haukur Júlíusson, Erlendur Sigurðsson ofl.

Kl. 15.30: Traktorkaffi

Kl. 16: Staða varðveislu forndráttarvéla og verkfæra þeirra – samræður fundarmanna m.a. um:

-          hvaða dráttarvélar eru varðveittar?

-          hugsanlegan gagnagrunn um forndráttarvélar?

-          varðveislu annarra heimilda um búvélar og tækni?

Kl. 17: Fundi lýkur.

 

Allir áhugamenn eru velkomnir. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í fundinum eigi síðar en miðvikudaginn 6. október til Landbúnaðarsafns Íslands í síma 844 7740 eða um tölvupóstinn bjarnig@lbhi.is  Þátttökugjald, þ.m.t. vegna veitinga, er kr. 3.000.-

 

Þegar (25.9.) hefur vel á annan tug áhugamanna tilkynnt þátttöku sína í fundinum.