11. ágúst 2010

Safnið gerir samning við Erfðanefnd landbúnaðarins

Þann 10. ág. sl. var á Hólum undirritað samkomulag á milli Landbúnaðarsafns Íslands og Erfðnefndar landbúnaðarins um kynningu á því starfi sem Erfðanefnd landbúnaðarins vinnur og á þeim íslensku erfðaauðlindum sem hún sinnir.

 

 

 

Erfðauðlindir nytjajurta og nytjadýra eru órjúfanlega tengd þróunarsögu þjóðarinnar og þeirri kunnáttu og verktækni sem þjóðin nýtti og nýtir sér til framfærslu.

 

Kynningin verði hluti af sýningum  safnsins. Hún á að efla skilning almennings á þeim erfðaauðlindum, sem unnið er með í landbúnaði, og miðar að því að tengja nútíð og fortíð ásamt því að miðla fróðleik um íslenskt landbúnaðarumhverfi og auðlindir þess.

 

Samkvæmt samkomulaginu munu Landbúnaðarsafn og Erfðanefnd einnig kynna starfsemi hvors aðila með gagnkvæmum hætti þar sem því verður við komið, svo sem á heimasíðum sínum og í öðru kynningarefni. 

 

Samkomulagið undirrituðu þeir Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, og Skúli Skúlason, rektor á Hólum, formaður Erfðanefndar landbúnaðarins.

 

---

 

Myndin hér að neðan sýnir fyrsta vísi að kynningarefninu í Landbúnaðarsafni.