26. júní 2010

Ný þjónusta á Hvanneyri - Skemmukaffi

Nú geta gestir fengið kaffitár og léttar veitingar í  gömlu Skemmunni á Hvanneyri sem nú hefur verið innréttuð sem safnaðarheimili. Það er Soffía Reynisdóttir veitingakona sem fyrir þjónustunni stendur.

Soffía gerir ráð fyrir að bjóða veitingar á tímabilinu frá hádegi og fram til kl. 17.

 

 

Kjörið er fyrir gesti staðarins að kíkja í Landbúnaðarsafnið og versla í Ullarselinu; fara svo örstutta gönguferð um Gamla staðinn á milli bygginga fyrstu húsameistaranna, Rögnvaldar og Guðjóns, og tylla sér síðan niður í hinni sögufrægu Skemmu, elsta húsinu á Hvanneyri.

 

Heimsíðungur drakk í fyrradag kaffi í Skemmunni með 60 ára búfræðingum skólans. Var notalegt að sjá sólvermdan gróðurinn bylgjast fyrir utan gluggann og finna gróðurangan blandast ilmi af góðu kaffi og enn betra heimabakkelsi. Og ekki spillti selskapurinn ...