9. júní 2010

Skurkur í skráningu safngripa ...

Fyrir atbeina Vinnumálastofnunar og átaks hennar til eflingar sumaratvinnu fyrir námsmenn hefur Landbúnaðarsafn fengið starfsmann um tveggja mánaða skeið til þess að frumskrá muni safnsins.

 

Verkefnið er liður í því að koma upplýsingum um gripi og muni safnsins inn í Sarp, hinn miðlæga gagnagrunn minjavörslunnar í landinu (www.sarpur.is ). Með þessum góða stuðningi á að vera hægt að frumskrá með rafrænum hætti þorra safngripanna - og bæta þannig skipulag safnsins til muna.

 

Til verksins var ráðin Unnur Jónsdóttir, sem við sjáum hér að störfum.

 

Unnur er frá Lundi í Lundarreykjadal og stundar nú nám í íþróttafræðum við menntavísindasvið HÍ að Laugarvatni. Jafnframt þessu starfi annast Unnur íþróttaþjálfun á vegum ungmennafélaga í héraðinu.