30. maí 2010

Sumarið í safninu

Nú fer fyrsti mánuður sumars í hönd. Safnið er opið kl. 12-17. Ullarselið annast afgreiðslu gesta á virkum dögum en sérstaklega er tekið á móti hópum sem þess óska. Þeir hafa verið margir á þessu vori. Lætur nærri að gestafjöldinn frá áramótum nálgist eitt þúsund.

 

Langstærsti hluti gestanna hefur komið í skipulögðum hópum: nemendur borgfirskra leik- og grunnskóla, nemendur LbhÍ og alls konar klúbbar og félagasamtök, svo aðeins nokkrir séu nefndir.

 

Allnokkrir hópar hafa boðað komu sína í júní en þá taka við heimsóknir gesta á eigin vegum.

 

Jafnt og þétt er breytt til í safninu án þess að um turnun sé að ræða. Aðhyllumst við nokkra íhaldssemi, rétt eins og gestir, sem hafa átt það til að kvarta þegar horfið hafi gripir sem áður voru í safninu: Hvar er Willys-jeppinn sem var héra í hitteðfyrra? Var ekki Fordson ´49 hér fyrir nokkrum árum? osfrv.

 

Við bjóðum alla velkomna sem áhuga hafa verktækni sveitanna á síðustu öld. Ekki er verra að vitað sé fyrirfram af hópum sem hyggjast koma í heimsókn og þá er síminn 844 7740.

 

Móttöku munum við skipta með okkur í sumar Guðrún Bjarnadóttir kennari við LbhÍ, Jóhannes Ellertsson kennari og undirritaður - en fleiri munu leggja okkur lið.