15. febrúar 2017

Sögukaflar um búvélvæðingu á ÍNN

 

Að þessu sinni vekjum við athygli á efni Úr smiðju Stormsins á Sjónvarpsstöðinni ÍNN sem tekið var upp nú á miðþorra og hefur verið sent út þar á stöðinni:

 

http://inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/?play=203895915 

meira...

3. febrúar 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn

Í dag heimsótti Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra Landbúnaðarsafnið ásamt alþingismönnunum Haraldi Benediktssyni formanni fjárlaganefndar og Teiti Birni Einarssyni. Með þeim var í för Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur í ráðuneytinu.

 

Ragnhildur Helga Jónsdóttir verkefnastjóri kynnti ráðherra og fylgdarmönnum hans safnið (mynd) ásamt þeim Birni Þorsteinssyni rektor og stjórnarfomanni safnsins og Bjarna Guðmundssyni.

meira...

25. janúar 2017

Ársskýrsla safnsins 2016

Nú hefur ársskýrsla Landbúnaðarsafns verið sett hér á heimasíðuna en í henni er greint frá starfi safnsins á liðnu ári.

 

Unnið er að ársreikningi fyrir árið 2016. Verður hann tilbúinn fyrir ársfund safnsins sem að venju verður væntanlega handinn í apríl-mánuðu næstkomandi.

 

Starf safnsins gekk í heild vel á síðasta ári og er rekstur þess kominn í fastar skorður eftir flutningana miklu árið 2014 og opnun fastasýningar safnsins í Halldórsfjósi. 

meira...