28. ágúst 2015

Hvaða verkfæri er þetta?

Í virtri Antík-verslun við Heiðarbraut 33 á Akranesi vakti kaupmaðurinn Kristbjörg athygli heimsíðungs á áhaldi sem henni hafði áskotnast,  hvert hann keypti fyrir sanngjarnt verð.

 

Andmarkinn er bara sá að hvorugt okkar Kristbjargar hafði vissu fyrir því hvaða (ræktunar-)verkfæri væri hér á ferð eða hvernig það hafði verið notað?

 

Komið hafa fram tilgátur, misvel rökstuddar, en nú er leitað til lesenda um fróðleik/úrskurð.

meira...

17. ágúst 2015

... það var í ágúst að áliðnum slætti ...

Það líður á sumar, fyrsta sumar hinnar nýju sýningar Landbúnaðarsafnsins í Halldórsfjósi.  Anna Heiða Baldursdóttir sagnfræðingur frá Múlakoti hefur tekið á móti gestum safnsins seinni hluta sumarsins og farist það vel úr hendi.

 

 

Fyrsta reynsla af sýningunni á "nýja" staðnum er góð. Sýningin fær afar lofsamleg ummæli - einkum þykir gestum efni sýningarinnar falla vel að hinu virðulega nær 90 ára fjósi. Það er líkt og fjósið hefi beðið eftir þessum söguríku safngripum.

 

Breytingar verður á opnunartíma Ullarsels og safns um næstu mánaðamót.

meira...

5. ágúst 2015

Góð sókn að Landbúnaðarsafni

Góð aðsókn hefur verið að Landbúnaðarsafninu í sumar, bæði almennra gesta sem og gesta í skipulögðum ferðum, flestra erlendra. Gestir ljúka almennt lofsorði á hina nýju grunnsýningu safnsins í Halldórsfjósi sem opnuð var í október í fyrra.

 

Ullarselið hefur einnig notið hinna nýju en aldurhnignu húsakynna, og þá hefur Skemman - kaffihús aldeilis vakið lukku.

 

Í bliðunni sl. sunnudag lögðu t.d. mjög margir leið sína að Hvanneyri. Margir voru komnir til þess að kynna sér Gamla staðinn og friðun hans, en um hana var tilkynnt á Hvanneyrarhátíðinni 11. júlí.

meira...