30. júní 2015

Sjötíu ár með Farmal - laugardaginn 11. júlí

Laugardaginn 11. júlí nk. verður það markað að sjötíu ár eru liðin frá því sú vinsæla dráttarvél Farmall A gekk til liðs við íslenska bætur og létti þeim slátt:

Sakir rífandi vinnu "fyrir sunnan" var orðið erfitt að fá kaupafólk um þær mundir. Þá komu Farmalarnir, víst einir 180, og nær allir með sláttuvél ...

 

Sláttuafköstin margfölduðust og bændur sáu líka að Farmalana mátti nota í svo margt annað ...

meira...

22. júní 2015

Fornsláttunámskeið á Hvanneyri 11. júlí

Laugardaginn í tólftu viku sumars  – 11. júlí nk. – mun Landbúnaðarsafnið gangast fyrir fornsláttunámskeiði á Hvanneyri.

 

Um er að ræða örnámskeið til að kynna þátttakendum fornslátt, sláttuamboð og hvernig menn búa þau sér í hendur – og síðan að leiðbeina um frumatriði sláttar með orfi og ljá.

 

Áhersla verður lögð á skemmtandi fræðslu, holla  útivist og notalega afþreyingu í fallegu umhverfi.

meira...

19. júní 2015

Fyrsta sérsýningin í safninu - Ólafar Erlu Bjarnadóttur

Í dag, 19. júní, á merkisdegi íslenskra kvenna, var opnuð fyrsta sérsýningin í Landbúnaðarsafni.

 

Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamaður sýnir þar verk sín: Fimmtíu mjólkurkönnur sem unnar eru með sérstökum hætti úr íslenskum leir.  Sýning Ólafar Erlu verður oipin til og með 12. júlí nk.

 

Við opnunina í dag skýrði Ólöf Erla framleiðsluferil listmunanna og sýndi myndir af honum. Kvenfélagið 19. júní veitti nýmjólk og kleinur að þjóðlegum hætti.

 

meira...