24. nóvember 2014

Örsaga um áveitur - með myndum frá Hvanneyrarengjum

Að þessu sinni segjum við dálitla búnaðarsögu -  í fróðleiksskyni - með myndaskrá sem hér er vísað til.

 

Myndasagan er um áveitur.

 

Dæmið er frá Hvanneyri og myndirnar voru teknar í dag, 24. nóvember 2014, eftir háflóð stórstraums.

 

Skráin skýrir sig vonandi sjálf.

meira...

22. nóvember 2014

Aflagðar veggmyndir - verðandi menningarminjar

Jæja, nú er fréttaefnið af ögn öðrum toga en áður.

 

Við teygjum ekki lopann en vísum ykkur, góðu lesendur, sem nú nálgast hratt 800 að tölu, á dálitla myndaskrá um sögu nokkurra mynda í yfirgefnu húsrými Landbúnaðarsafns.

 

Myndaskráin skýrir sig vonandi sjálf!

 

meira...

15. nóvember 2014

Eggertsplógur - Einkaleyfið

Fyrr í þessum mánuði afhentu Guðrún Pálsdóttir, ekkja Eggerts Hjartarsonar  (sjá hér til hægri), og börn þeirra Landbúnaðarsafni að gjöf frumskjöl varðandi einkaleyfi fyrir lokræsaplógnum sem Eggert fann upp og smíðaði fyrir fjórum áratugum.  

 

Lokræsaplógur þessi var hinn merkilegasti eins og þegar hefur verið rakið.

 

Hann er raunar einstakur fyrir það að hafa hlotið einkaleyfisvernd; fáar íslenskar hugmyndir á þessu sviði hafa náð svo langt.

 

 

 

 

meira...