23. júlí 2014

Forn Fordson-fróðleikur á veggspjöldum

Veggspjöld (plaköt) eru áhrifamikið fræðsluefni og það hafa framleiðendur búvéla til dæmis notað sér lengi.  

 

 

Til Landbúnaðarsafns hefur skolað allnokkrum slíkum og sum þeirra hafa verið gestum þar til sýnis.

 

Nýlega komu fram í dagsljósið merkileg veggspjöld um Fordson-dráttarvélar. Þau höfðu varðveist í gögnum Hvanneyrarskóla, þar sem þau voru notuð á sínum tíma.

meira...

21. júlí 2014

Af framkvæmdum við Halldórsfjós

Þessa dagana er verið að útbúa hlaðstétt Landbúnaðarsafnsins eins og sjá má á myndinni.

 

Verkið er unnið undir stjórn Kára Aðalsteinssonar garðyrkjustjóra LbhÍ og eftir tillögu hans, svo og Unnsteins Elíassonar hleðslumeistara, er í næsta mánuði mun hlaða dálítinn steinkamp sem fullmótar hlaðið.

 

Að þessu gerðu munu allir eiga greiða leið inn í safnið, svo sem skylda er um opinbera staði.

 

Nú stendur út af nokkur málningarvinna inni í safninu sem og uppsetning sérstakrar lýsingar, áður en megin hluti safngripa verður færður yfir hlaðið og sýningin sett upp. 

 

meira...

17. júlí 2014

Laugardags-Sögugöngur á Hvanneyri

Næstu þrjá laugardaga verður á vegum Landbúnaðarsafns Íslands efnt til stuttra sögugangna á Hvanneyri, sbr. meðfylgjandi kynningu.

 

Göngurnar hefjast kl. 14. Á eftir er tilvalið að kíkja í Skemmuna-Kaffihús. Þar fæst afar gott kaffi og ljúffengt meðlæti, einkum mælir heimsíðungur með vöfflunum belgísku sem þar eru bakaðar.

 

 

Skemman - Kaffihús er í einkar fallegu og friðsælu umhverfi Gamla staðarins á Hvanneyri. Eins og þeir segja með bjórinn: Líklega það borgfirska kaffihúsið sem er í fallegasta umhverfinu - já, og þó víðar væri leitað.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin í sögugöngu á Hvanneyri fyrir nokkrum árum ...

 

Verið velkomin í gönguhópinn - Létt ganga fyrir hlýlega klætt göngufólk.

meira...