17. maí 2015

Eftir Norsk/Íslenska Safnadaginn 17. maí 2015

Landbúnaðarsafn hélt hátíðlegan Safnadaginn 17. maí. Bjarni Guðmundsson hélt erindi um norsk áhrif á íslenskan landbúnað einkum á 19. og 20. öld. Fram kom þar hversu mikil og fjölbreytt þau áhrif eru.

 

Síðan var gengið til minningarstundar og uppsetningar minningarskjaldar um Skerpiplóginn undir safnveggnum, en þar hefur verið komið fyrir upppússuðum tveimur plógum af þeirri merku tegund, sem um tíma komu mjög við íslenska ræktunarsögu. 

 

Jóhannes Ellertsson annaðist uppsetningu plóganna og frágang til sýningar, en hann er einmitt lengst t.v. myndinni ásamt þeim Bjarna og Hauki (t.h.)

meira...

14. maí 2015

Hvað ef þessi vél hefði aldrei orðið til ? Safnadagurinn ...

Já, ef þessi vél hefði aldrei orðið til, hvernig væri þá heyjað á Íslandi og í mörgum öðrum löndum?

 

Vitanlega er ekki hægt að spyrja þannig. Tæknin finnur sér alltaf farveg eins og vatnið leitar sér framrásar.

 

Landbúnaðarsafn fagnar Íslenska safnadeginum á sunnudaginn. Kl. 13.30 hefst spjall um norsk áhrif á framvindu íslensks landbúnaðar - því safnadaginn ber upp á 17. maí - Þjóðhátíðardag Norðmanna. Í lok spjallsins verður "afhjúpaður" nýjasti viðaukinn við safnið - ekta norskrar ættar er hann, sjá fregnina hér næst á undan á síðunni.

meira...

8. maí 2015

Safnadagur í Landbúnaðarsafni 17. maí

Í tilefni þess að íslenska safnadaginn ber að þessu sinni upp á 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna, verður aðaldagskrá safnsins norskum áhrifum á íslenskan landbúnað:

 

1. kl. 13.30 mun Bjarni Guðmundsson halda erindi í Landbúnaðarsafni um norsk áhrif á íslenskan landbúnað, einkum á 19. og 20. öld. Fjallað verður um hugmyndir, þekkingu, aðföng, áhöld og verkfæri sem bárust frá Noregi til Íslands og hvernig þau höfðu  á framvindu íslensks landbúnaðar.

 

2. Að erindi Bjarna loknu verður stutt sögustund við Skerpiplóginn sem nú verður „afhjúpaður“ við safnið.  Haukur Júlíusson og fleiri munu þar segja nokkrar Skerpiplógssögur. Aðrir fyrrverandi Skerpiplógsmenn eru sérstaklega boðnir velkomnir til stundarinnar.

meira...