26. mars 2015

Leikfimihúsið á Hvanneyri lagfært

Leikfimihúsið á Hvanneyri, líklega eitt sögumerkasta hús í Borgarfirði, og þó víðar væri leitað, fær nú brátt sinn gamla svip. Þótt húsið teljist ekki til hefðbundinna landbúnaðarminja á það engu að síður gildan þátt í búnaðarsögunni. Því er sagt frá því hér á síðunni.

 

Húsið var byggt árið 1911, bæði til leikfimikennslu og samkomuhalds.  Um árabil var það stærsta samkomuhús héraðsins. Þar voru haldnar víðfrægar skemmtanir og gríðarfjölmenn bændanámskeið, auk þess sem Hvanneyringar iðkuðu þar leikfimi, glímur og dans eftir þörfum og hætti.

meira...

16. mars 2015

Skrúfuþjósljár Torfa í Ólafsdal - Fyrsta einkaleyfi Íslendings

Torfi Bjarnason í Ólafsdal átti heiðurinn að verulegum umbótum í slætti.

 

Það gerði hann með því að kynna Íslendingum ensk ljáblöð sem tóku langt fram heimasmíðuðu einjárnungunum sem áður höfðu verið í orfum landsmanna. Þá  komu til sögu hinir svonefndu bakkaljáir.

 

En Torfi gerði fleira á því sviði. Hann hannaði og fékk smíðaða nýja gerð af ljá og varði til þess miklum tíma og fjármunum.

meira...

5. mars 2015

Af velvildarmönnum og einnri hestakerru

Landbúnaðarsafn er þannig í sveit sett að ýmsir góðkunningjar leggja því lið. Því er það nefnt nú að á dögunum gerðum við Jóhannes Ellertsson tæknimeistari safnsins reisu suðrí Mosó.

 

Erindi þeirrar reisu var að nálgast prýðilega hestakerru sem þau góðu hjón Erlingur Ólafsson og Helga Kristjánsdóttir í Reykjadal höfðu boðið safninu til varðveislu og sýningar.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá þeim degi, sem frá öðrum skar sig einnig á þann mátann að sól skein í heiði,  logn var og akvegir okkar allir auðir og þurrir sem á hásumri væri.

meira...