16. ágúst 2016

Hesjur - gömul íslensk heyþurrkunaraðferð?

Lengi vel hélt heimsíðungur að þurrkun heys á hesjum hefði verið óþekkt hérlendis, að hún hefði aðeins verið þekkt í skógríkari nágrannalöndum, t.d. í Noregi þar sem hún tíðkast enn í dálitlum mæli.

 

Aðferðin felst í því að hengja heyið á snúrur eða grindur þannig að vindurinn geti leikið um það. Til verður stráþak sem ver mest af heyinu fyrir vætu -  og heyið þornar á nokkrum dögum, nær því hvernig sem viðrar.

meira...

11. ágúst 2016

Heybindivélin 50 ára á Íslandi - eða þannig

Haus fréttarinnar er ekki sagnfræðilega réttur, svo því sé haldið til haga, og textinn sem hér fer á eftir er á ögn persónulegum nótum, og auk þess skrifaður eftir minni, að mestu. Ég styðst hins vegar við dagbók mína líka.

 

Sumarið 1966 sendu Dráttarvélar hf heybindivél til opinberrar  prófunar hjá Verkfæranefnd á Hvanneyri. Þetta var fyrsta heybindivélin sem prófuð var þannig. Þá var áhugi bænda á heybindingu að vakna, m.a. í kjölfar heyflutninga um langvegu og heyskapar á söndunum syðra.

meira...

27. júlí 2016

Söguganga á Hvanneyri á laugardaginn 30.7.

Boðið verður upp á sögugöngu um Gamla staðinn á Hvanneyri á laugardaginn kemur, 30. júlí. Gangan hefst kl. 14 - frá Hvanneyrarkirkju. Sögumaður verður Bjarni Guðmundsson.

 

Við munum kíkja á sögu umhverfis, mannvirkja og skólanna tveggja; Búnaðarskólans og Bjólkurskólans - en einnig huga að náttúrufari og náttúrunýtingu þarna við ósa Hvítár. Gömlu byggingarnar á Hvanneyri eru einstæður hluti íslenskrar húsagerðarlistar.

meira...