12. júlí 2017

Stórmerk gjöf Ferguson-félagsins

Með formlegri athöfn á Hvanneyrarhátíðinni sl. laugardag, 7. júlí, afhentu fulltrúar Ferguson-félagsins Landbúnaðarsafni stórmerka gjöf:

 

Það er afturhluti af Ferguson TE-A20 (1951) sem skorinn hefur verið upp þannig og glerjaður að sjá má til vökvalyftunnar og stýribúnaðar hans.  

 

Þannig má fræðast um merkilega uppfinningu Harry Ferguson og manna hans framanvert á síðustu öld - uppfinningu sem breytti dráttarvélum svo um munaði ... Líklega mesta framför sem varð í smíði þeirra á öldinni.

meira...

23. júní 2017

Safnið fær jarðýtu að gjöf

Á dögunum bættist Landbúnaðarsafni verulega mikilvægur gripur.

 

Skógrækt ríkisins afhenti safninu jarðýtu, International Harvester TD 6, árgerð 1944. Vélin hafði um árabil þjónað Skógræktinni og hlotið þar afar góða meðferð í hvívetna. Að því leyti er þessi gripur því verðmætur enda flestir jafningjar hans útslitnir af erfiðisverkum, oft við mjög slæmar aðstæður.

 

Forsíðumyndin er tölvuunnin ljósmynd af sams konar vél og kom á frímerki fyrir fáeinum árum, unnin af Hlyni Ólafssyni.

meira...

30. apríl 2017

Heygríma

Heimsíðungur er að sanka saman efni í bók og vantar endilega mynd af manni með heygrímu (rykgrímu) eða hreinlega gamla og helst heila heygrímu.

 

Ryk í þurrheyi var algengt áður fyrr; til komið vegna ófullkominnar verkunar.  Rykið var heilsuspillandi og margir liðu mikla nauð af því, m.a. með heymæði (heyveiki). Bót þótti af því að nota heygrímu við gjafir og aðra vinnu í þurrheyi þótt mörgum þætti hún óþægileg fyrir nösum.

meira...