24. nóvember 2015

Óþekktur gripur - Þekkir þú gripinn?

Á dögunum barst í hendur Jóhannesar Ellertssonar torkennilegur hlutur. Við þurfum aðstoð til þess að greina hann.

 

Myndirnar 1, 2 og 3 sýna hlutinn en til viðbótar má lýsa honum þannig:

meira...

17. nóvember 2015

Hvað er kappsláttur?

Keppni í starfsíþróttum þótti ágæt skemmtun á mannamótum áður fyrr. Ungmennafélag Íslands hefur raunar haft starfsíþróttir á landsmótaskrám sínum allt til þess.

 

Ein fyrsta starfsgreinin sem keppt

var í hérlendis, val sláttur. Kappsláttur kallaðist það.

 

Hugmynd með kappslætti var að næra metnað góðra sláttumanna og að vekja athygli á þeim, og að stuðla að umbótum í vinnubrögðum við slátt, auk þess að vera sú skemmtun sem keppnir almennt geta orðið.

meira...

16. nóvember 2015

Á Degi íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu skal bara tekið eitt orð til þess að minna á það hve þjált tungumálið okkar getur verið og náð yfir marga hugsun og marga hluti.

 

Á ofanverðri nítjándu öld kom fram tæki sem miklu breytti í matvælaframleiðslu landbúnaðar. Separator hét það á útlendu máli - "Aðskiljari", væri búnaðarfélagsþýðingu beitt á hugtakið.

 

Svo sem vitað er var þetta tækið sem megnaði að skilja fitu mjólkurinnar - rjómann - frá öðrum megninefnum hennar- undanrennunni.

meira...