22. apríl 2014

Safnadagur á Vesturlandi á Sumardaginn fyrsta

Landbúnaðarsafn verður opið á Sumardaginn fyrsta, kl. 13-17. Aðgangur verður ókeypis enda viðburðurinn hluti sumargjafar vestlenskra safna til gesta þeirra.

Landbúnaðarsafn býður gestum sínum tvennt:

 

1. Leiðsögn í safni

2. kl. 13.30 og kl. 16 röltir Bjarni Guðmundsson með gestum um Halldórsfjós, segir sögu fjóssins og kynnir hugmyndir um hina nýju sýningu safnsins þar.

 

Verið velkomin!

meira...

18. apríl 2014

Safnið opið á laugardag fyrir páska

Landbúnaðarsafn er opið kl. 13-17  laugardag fyrir páska og verður leiðsögn veitt. Aðgangseyrir kr. 500,-

 

Á öðrum tímum páskahátíðar eftir samkomulagi, reynið símann 844 77 40.

 

meira...

17. apríl 2014

Búfræðibókagerð með fornum ritföngum

Laust fyrir síðustu jól afhenti góð samstarfskona, Hafdís Pétursdóttir, heimsíðungi dálítinn pakka umvafinn bleikri slaufu. Í pakkanum leyndust ritföng frá sjötta áratug síðustu aldar sem notuð voru við gerð kennslubóka við Bændaskólann á Hvanneyri.

 

Kynni okkar tveggja af gripunum og tækni við beitingu þeirra hófust með október 1965, en þá þurfti að búa til tvær kennslubækur á Hvanneyri: Áburðarfræði eftir Magnús Óskarsson og Jarðvegsfræði og vatnsmiðlun eftir Óttar Geirsson.

meira...