8. apríl 2017

Mjaltafata Breiðfjörðs

Á fimmta áratugnum auglýsti Blikksmiðja Breiðfjörðs í Reykjavík mjaltafötur með hálfloki sem all víða sáust; um skeið var föst auglýsing um þær í Búnaðarblaðinu Frey.

 

Nú vantar okkur eina slíka fötu, svona til þess að minna á þennan tíma og þátt Breiðfjörðs.

 

Ef einhver lesenda er aflögufær um eina heila og snotra fötu værum við afskaplega þakklát fyrir hana.

meira...

10. mars 2017

Fyrsta IHC-belta-ræktunarvélin

Á stríðsárunum síðari hófust miklar breytingar á túnrækt hérlendis, m.a. vegna tilkomu beltavéla með ýtitönn, eins og jarðýtur voru fyrst nefndar. Caterpillar-vélar höfðu komið á fjórða áratugnum, en nú komu IHC-vélar einnig til sögu, falboðnar af SÍS. Um það má lesa í bókinni Alltaf er Farmall fremstur.

 

Fyrsta IHC-beltavélin  kom í Grafninginn. Hann Ársæll Hannesson á Stóra-Hálsi þar í sveit hringi í skrifarann á dögunum og sagði undan og ofan af sögu þessarar vélar, sem hann gjörþekkir.

 

Söguna skráði skrifarinn, en hér skal aðeins drepið á fáein atriði hennar:

meira...

1. mars 2017

Bókamarkaður Landbúnaðarsafns

Nú er tími bókamarkaðanna. 

 

Landbúnaðarsafn lætur ekki sitt eftir liggja á því sviði og auglýsir bækur um búnaðarsöguleg efni; góðar bækur á góðu verði, eins og þar stendur.

 

 

Hafið bara samband við Landbúnaðarsafnið og við bregðumst við.

meira...