8. desember 2016

Átgrindur sauðfjár

 Þegar innifóðrun sauðfjár óx að magni og tími sauðamanna styttist ágerðist þörfin fyrir það að hafa nokkra stjórn á slæðingi heys úr jötum fjárins.

 

Ær eru þeirrrar náttúru eins og fleiri að vilja kanna fæðuúrvalið og trúa því gjarnan að betra hey bíði á öðrum stað jötunnar en þær eru staddar við hverju sinni.

 

Hugsandi með vömbinni einni og gúlann fullan af heyi eiga þær til að slæða illilega og fordjarfa þannig guðs gjöfum og svitastorkinni fyrirhöfn bóndans og þýðis hans á hásumri.

meira...

30. nóvember 2016

Hænsnakynbótatækni

Í október sl. barst safninu sending frá velgjörðarfólki. Um er að ræða tvo kassa, afar vandaða að gerð. Kassar þessir voru til þess ætlaðir að flytja egg vegna kynbótastarfs í hænsnarækt.

 

Eggjakassarnir eru úr tré, 14x14 tommur á kant og 16 tommur á hæð (um 36x36x42 cm), með miklum og vönduðum eggjaumbúðum hið innra. Þeir eru frá The Dairy Outfit Co Ltd, Pocock´s Patent. Við athugun á Google sýnist þessi vara vera eftirsótt í dag.

meira...

19. nóvember 2016

Heimildir um torfgryfjur votheys

 Í september sl. óskuðum við eftir heimildum um votheysgryfjur úr torfi, gerð þeirra, notkun og fleira. Var það gert bæði hér á heimasíðu safnsins en einnig með grein í Bændablaðinu.

 

Viðbrögð urðu. Heimildarmenn hafa verið að gefa sig fram allt til síðustu daga, margir með ákaflega merkilegar frásagnir og jafnvel ljósmyndir, en þær hélt heimsíðungur að væri torfengið efni.

meira...