17. apríl 2014

Búfræðibókagerð með fornum ritföngum

Laust fyrir síðustu jól afhenti góð samstarfskona, Hafdís Pétursdóttir, heimsíðungi dálítinn pakka umvafinn bleikri slaufu. Í pakkanum leyndust ritföng frá sjötta áratug síðustu aldar sem notuð voru við gerð kennslubóka við Bændaskólann á Hvanneyri.

 

Kynni okkar tveggja af gripunum og tækni við beitingu þeirra hófust með október 1965, en þá þurfti að búa til tvær kennslubækur á Hvanneyri: Áburðarfræði eftir Magnús Óskarsson og Jarðvegsfræði og vatnsmiðlun eftir Óttar Geirsson.

meira...

12. apríl 2014

Af Rússunni - afar rörum traktor

Um nokkurra ára skeið hefur safnið varðveitt í geymslu sinni  bárðdælska dráttarvél af gerð sem er afar sérstæð að gerð. Við geymdum vélina fyrir hann Eirík Sigurðsson frá Sandhaugum, sem á hana.

 

Dráttarvélin er af gerðinni XT3, rússnesk, flutt inn af Birni og Halldóri fyrir hartnær hálfri öld.

 

Safnið á hins vegar aðra dráttarvél sömu gerðar og í mjög ágætu standi eftir búverk í þágu fyrri eigenda sinna, bændanna á Varmalæk í Bæjarsveit. Þeir gáfu safninu vélina fyrir allmörgum árum.

meira...

7. apríl 2014

Höfðingjar í heimsókn

 

Í dag komu fjórir tugir norðlenskra höfðingja í heimsókn að Hvanneyri. Þetta voru kúabændur úr Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum sem gerðu sér þann dagamun. 

 

Liður í reisunni var heimsókn í Landbúnaðarsafn, bæði safnið sjálft þar sem það er nú, sem og í væntanlegt húsnæði þess í Halldórsfjósi. Til öryggis var hópurinn líka leiddur í Hvanneyrarkirkju og saga hennar sögð - styttri gerðin.

 

Það er alltaf gaman að fá hópa sem þennan í heimsókn. Kunnáttusamt fólk, sem oftar en ekki hefur einhverri viðbót að miðla úr þróunarsögu verkhátta til sveita. 

 

Frá Hvanneyri lá leið hópsins að Helgavatni.  Með hækkandi sól fjölgar þeim hópum sem líta við í Landbúnaðarsafni.

meira...