24. júní 2016

Rétti tíminn fyrir þessa bók!

Nú er rétti tíminn til þess að taka sér orf og ljá í hendur og hafa bókina Íslenskir sláttuhættir nálægt.

 

Ef þú ert í sumarfríi, t.d. í sumarbústað eða annars staðar úti í sveit er líka upplagt að nálgast bókin, glugga í hana og rifja upp gamla tíma, tímana áður en afkastamiklar vélar útrýmdu fallegum kaupakonum og hraustum kaupamönnum - sláttumönnum. 

meira...

14. júní 2016

Safnið í sólmánuði

 Þér þykir líklega að hljótt hafi verið um safnið hér á síðunni undanfarið eftir vel heppnaðan Safnadag, sbr. síðustu fréttafærslu (!).

 

Það passar. Bæði brá heimsíðungur sér í sauðburð vestrá Firði en um hitt munaði meira að hann fékk nýja tölvu með öllum nýjustu trixum, en missti þá um leið takið á nokkrum eldri sem honum hafði tekist að læra á þeim liðlega 15 árum sem heimasíðu safnsins hefur verið haldið úti.

 

Nú er þetta allt hins vegar að koma...

meira...

16. maí 2016

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2016 - Örsýning

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins þann 18. maí bjóðum við upp á örsýningu hér á heimasíðunni. Þú getur skoðað hana þegar þér best hentar og svo oft sem þú óskar.

 

 

Sýningin er tengd yfirskrift Safnadagsins sem er Söfn og menningarlandslag (ef blikað er á orðin á að birtast skrá með sýningarefninu). Við vonum að hún verði lesendum síðunnar til nokkurs gagns.

 

Hver veit nema við bjóðum upp á stutta gönguferð með leiðsögn á Hvanneyri til þess að halda enn betur upp á þetta viðfangsefni. Til dæmis í júní eða júlí þegar sumarið er komið fyrir alvöru.

meira...