19. ágúst 2014

Af flutningum safngripa

Fimmtudaginn 14. ágúst sl. var rúllað með fyrstu dráttarvélina á hinn nýja stað safnsins. Jóhannes Ellertsson vélameistari ræsti Farmall Cub safnsins, ættaðan frá Ytri-Skeljabrekku, og snyrtan af Hauki Júlíussyni og hans mönnum á sinni tíð.

 

Fyrir eigin afli ók gekk Kubburinn á hina nýju slóð, og var ekki annað að sjá og heyra en að honum félli  dável við fyrstu kynnin.

meira...

12. ágúst 2014

Ljáðu mér ljá í ljána . . .

Um þetta leyti árs birta menn gjarnan myndir af veiði sinni, fiskbröndum raðað snoturlega í grasið.

 

Heimsíðungur er hins vegar lítill veiðimaður en til þess að fylgja tískunni notaði hann blíðviðrið í gær til þess að flokka, merkja, skrá og ljósmynda hluta af ljáasafni sem honum hefur tekist að nurla saman á allmörgum árum.

 

 

Glöggir lesendur síðunnar hafa ugglaust tekið eftir því að klifað hefur verið á því hvort einhverjir eigi afbrigðilega gamla sláttuljái. Heimsíðungur er nfl. að reyna að skrifa bók um slátt og er söfnunin liður í gagnaöflun vegna bókarskrifanna. 

meira...

9. ágúst 2014

Okkur vantar hestastein

Skrýtið efni þennan ganginn . . .

 

Þannig stendur á skrefi að Landbúnaðarsafn vantar hestastein. Við erum að sönnu með efni við hendina og í færum til þess að búa til hestastein - það er að smíða hring/lykkju með festingu í vænan stein sem valinn hefur verið.

 

Hins vegar langar okkur mjög að vita, áður en við hefjumst handa, hvort einhver veit af, á eða hefur umráð yfir gömlum hestasteini, sem notaður hefur verið - og kynni að vera safninu falur.

 

meira...