16. maí 2016

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2016 - Örsýning

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins þann 18. maí bjóðum við upp á örsýningu hér á heimasíðunni. Þú getur skoðað hana þegar þér best hentar og svo oft sem þú óskar.

 

 

Sýningin er tengd yfirskrift Safnadagsins sem er Söfn og menningarlandslag (ef blikað er á orðin á að birtast skrá með sýningarefninu). Við vonum að hún verði lesendum síðunnar til nokkurs gagns.

 

Hver veit nema við bjóðum upp á stutta gönguferð með leiðsögn á Hvanneyri til þess að halda enn betur upp á þetta viðfangsefni. Til dæmis í júní eða júlí þegar sumarið er komið fyrir alvöru.

meira...

12. maí 2016

Tíðindi frá safninu

Nú í lok apríl barst safninu bókagjöf frá Guðmundi Sigurðssyni frkvstj. og ráðunaut á Hvanneyri. Um er að ræða 42 búnaðarbækur og búnaðarrit, flest komin úr safni föður hans, sr. Sigurðar heitins Guðmundssonar á

Grenjaðarstað.

 

Sr. Sigurður, vígslubiskup á Hólum um skeið, var líka merkur bókamaður og kom sér upp mjög góðu bókasafni.

meira...

26. apríl 2016

Hvað var í pappahólknum?

Um sl. helgi heimsóttu 40 ára búfræðingar Landbúnaðarsafnið. Í þeim hópi var Hjörtur Haraldsson frá Víðigerði í Eyjafirði, bóndi þar.

 

 

Við það tækifæri afhenti Hjörtur safninu pappahólk fornan. Hólkurinn var merktur föður hans, Haraldi Hannessyni, og áritunin var "Drattarvelar h.f. Hafnarstraeti 23 Reykjavik".

 

Sendingin var frá Harry Ferguson, staðfesting á þátttöku Haraldar í tveimur námskeiðum þar ytra, í "Service" og "Field operation".

 

 

meira...