19. október 2014

Ferguson-félagið heimsótti safnið

Í gær, laugardaginn18.10.2014, fékk safnið góða gesti. Hátt á fjórða tug félaga úr Ferguson-félaginu komu í heimsókn.

 

Ekki var ónýtt að fá þessa áhuga- og kunnáttumenn í heimsókn. Varð því forstöðumanni það fyrir að hafa almenna kynningu á safninu stutta en lofa gestunum að njóta þess að skoða og ræða gripi og verkhætti sem margir þeirra þekkja eins og buxnavasa sína.

 

Umræðan varð því afar lífleg og tíminn leið hratt.

 

meira...

16. október 2014

Fjós-spjöld .... Veistu um slík?

 

Gerð er úrslitatilraun til þess að lýsa eftir fjósspjöldum líkt og all algeng voru stærri fjósum hér áður fyrri. Okkar vantar svo sem 2-3 í sýningu okkar í Halldórsfjósi.

 

Þetta voru gjarnan svört spjöld (úr tré?) og á þau mátti með krít skrifa nafn kýrinnar, aldur, burðardag, nyt og ýmsar fleiri upplýsingar um viðkomandi grip.

 

Gjarnan hékk spjaldið á snúru yfir viðkomandi bás svipað og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Hvanneyrarfjósi árið 1937.

 

 

meira...

13. október 2014

Sleggjuskalli

Við opnun Landbúnaðarsafns í Halldórsfjósi 2. okt.  færðu góðvinir safnsins, Páll og Rita í Grenigerði, safninu sleggjuskalla, þann sem myndin er af.

Nú þykir einhverjum sleggjuskalli ekki vera það merkilegur gripur að taki því að ljá honum pláss á virti safnfréttasíðu veraldarvefjarins. Hann um það.

 

En skallinn ber það með sér að með honum hafi verið lamin fleiri en tvö högg. Má raunar lesa af honum erfiði áranna, jafnvel aldanna, svo mjög er hann orðinn upp hnoðaður.

meira...