19. desember 2014

Þáhyggjuvænn jólamarkaður í Hlöðusal Halldórsfjóss

Á morgun, laugardaginn 20. desember 2014, verður viðburður í Hlöðusal Halldórsfjóss á Hvanneyri:  Jólamarkaður, eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.

 

Hlöðusalurinn er gamla Suðurhlaðan eins og hún hét í munni heimamanna. Eftir áætlun safnsins á það að vera fjölnotasalur, og hefur raunar verið brúkaður þannig undanfarið.

meira...

13. desember 2014

Skrafað um Skerpiplóg

Skerpiplógur kom til Íslands sumarið 1953 og átti eftir að koma víða við sögu jarðvinnslu. Hann var smíðaður hjá Underhaug í Noregi eftir hugmynd Ragnvalds Skjærpes. Í moldverpi plógsins var notað 16 mm brynstál úr Tirpitz, þýska sjódreganum sem sökkt var í Norður-Noregi.

 

Til Íslands komu einir 40 plógar. Landbúnaðarsafn heldur hlífiskildi yfir einum Skerpiplógi.

 

Verður hann settur upp við safnið. Sá er af stærri gerðinni (30") og var notaður í Borgarfjarðardölum.

meira...

6. desember 2014

Stjórn LS í heimsókn í safninu

Laugardaginn 6. desember sl. komu stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fyrirmenn borgfirskra sauðfjárbænda í heimsókn í Ullarselið og safnið.  Flokkarnir voru á yfirreið um héraðið.

 

Var ánægjulegt að fá þessa góðu gesti í heimsókn. Safnið varpar ljósi á það sem gerst hefur í búskap bænda og er þeim mikilvægur kynningarvettvangur.

 

Þá munar ekki síður um kynningu á afurðum bænda, og þá sérstaklega sauðfjárbænda, í gegnum það gæðahandverk sem Ullarselið býður.

 

Var ekki annað að sjá og heyra en gestirnir mætu þessi störf að verðleikum. Við þökkum þeim öllum fyrir komuna.

meira...