18. apríl 2015

Fornbílar HERO heimsækja Hvanneyri 19. apríl

Fornbílar  á vegum samtakanna Historic Endurance Rally Organisation eða HERO munu að öllum líkindum koma við á Hvanneyri á morgun, sunnudag um kl. 13 - og renna um hlað Gamla staðarins fyrir framan Halldórsfjós/Landbúnaðarsafn ....skv. þessari dagsáætlun
"Frá Hlöðum verður ekið í Borgarnes þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Hamri. Síðan er akstur um Borgarfjörð. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri verður heimsótt og kvenfélagskaffi drukkið í Brúarási. Um kvöldið er gist á Hótel Hamri. Á mánudagsmorgun liggur leiðin síðan yfir Holtavörðuheiði norður í land. Hópurinn ætlar þannig að aka umhverfis Ísland þá daga sem hann er á landinu" ......

.... sjá nánar á heimasíðunni

http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/194792/ 

meira...

9. apríl 2015

Minjar um hörmulegan atburð

Á fjórða áratug síðustu aldar var gerð tilraun til nýsköpunar í íslenskri sauðfjárrækt. Flutt voru til landsins kynbótadýr af stofninum Karakul er nota skyldi til framleiðslu mjög verðmætra lambsskinna.

 

Kynbótadýrin (hrútar) voru flutt inn frá Þýskalandi - frá dýralæknisfræðistofnunnini í Halle. Menn voru í góðri trú að kaupa dýrin frá svo virtri stofnun.

 

En allt fór þetta á annan veg svo sem sagan greinir ...

meira...

26. mars 2015

Leikfimihúsið á Hvanneyri lagfært

Leikfimihúsið á Hvanneyri, líklega eitt sögumerkasta hús í Borgarfirði, og þó víðar væri leitað, fær nú brátt sinn gamla svip. Þótt húsið teljist ekki til hefðbundinna landbúnaðarminja á það engu að síður gildan þátt í búnaðarsögunni. Því er sagt frá því hér á síðunni.

 

Húsið var byggt árið 1911, bæði til leikfimikennslu og samkomuhalds.  Um árabil var það stærsta samkomuhús héraðsins. Þar voru haldnar víðfrægar skemmtanir og gríðarfjölmenn bændanámskeið, auk þess sem Hvanneyringar iðkuðu þar leikfimi, glímur og dans eftir þörfum og hætti.

meira...