28. september 2015

Konsert í Halldórsfjósi/Landbúnaðarsafni 3. okt. kl. 20

Nú hvetjum við ykkur til að kíkja á þessa tilkynningu

 

https://www.facebook.com/events/1047954945238722/ 

 

Nk föstudagskvöld kl. 20 verða nfl tónleikar í Halldórsfjósi, hinum einstæða hljómleikasal Landbúnaðarsafnsins - fylgist með "götuauglýsingum" en fyrir alla muni komið hlýlega klædd!

 

Þetta verður eitthvað - allavega öðruvísi!

meira...

22. september 2015

Gátan ráðin - verkfærið afhjúpað

Við spurðum á dögunum um handverkfæri sem safninu áskotnaðist. Ýmsar tillögur bárust, það voru allt rökstuddar ágiskanir, sumar  frumlegar.

 

En svo hringdi Palli í Grenigerði, Páll Jensson bóndi í Grenigerði ofan Borgarness. Páll er fæddur í Danmörku. Hann þekkti verkfærið, hafði unnið með því sjálfur þar ytra á árunum laust fyrir 1960.

 

Og saga hans var þessi:

meira...

19. september 2015

Enn meira líf að færast í Halldórsfjós

Það fjölgar í Halldórsfjósi.  Þar er Landbúnaðarsafnið með aðalbækistöð sína og grunnsýningu svo sem flestir vita.

 

Í anddyri safnsins er Ullarselið með hina einstæðu handverksverslun sína. Auk Íslendinga sækir verslunina mikill fjöldi erlendra gesta sem hafa heyrt af því orði sem af versluninni fer.

 

Ullarselið annast afgreiðslu gesta safnsins. Þar er opið fi., fö. og lau. kl. 13-17, en einnig eftir samkomulagi utan þeirra tíma þegar um hópa er að ræða og samband haft fyrirfram.  

meira...