23. janúar 2015

Safnið vantar múgavélahjól !

Laust fyrir miðjan sjötta áratug síðustu aldar barst til Íslands búvélarnýjung sem átti eftir að hljóta miklar vinsældir: Hjólmúgavélin  .... system Lely - eins og þar hét eftir upphafshugmyndinni.

 

Hjólmúgavélar komu hundruðum saman og eru jafnvel enn í brúkun eftir meira en 50 ára þjónustu.

 

Nú leitum við þeirra 900 lesenda er þessa síðu sjá:

meira...

22. janúar 2015

Landbúnaðarsýning á Þingeyrum

 Í júlíbyrjun 1944 var haldin mikil héraðssýning - landbúnaðarsýning að Þingeyrum.

 

Tekin var kvikmynd á sýningunni, sem nú er varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands að við best vitum. Heklubræður Sigfússynir færðu okkur Guðmundi Hallgrímssyni á Hvanneyri afrit af kvikmyndinni fyrir nokkrum árum.

 

Þann 15. janúar sl. fórum við Guðmundur með myndina norður, fyrir tilverknað og hvatningu Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri. Hún hafði séð til þess að kalla saman aldraða Húnvetninga til þess að skoða myndina og segja deili á efni myndarinnar ef þeir þekktu þar til.

meira...

12. janúar 2015

Mynd-heimildir um heyhirðingu

Af því að nú er hámark vetrar framundan eftir aðeins tólf daga eða svo birtum við efni sem ætti að vekja með lesendum nokkra sumarstemningu.

Úr fórum Verkfæranefndar ríkisins á Hvanneyri, síðar Bútæknideildar, er komið mikið safn ljósmynda. Allar hinar eldri tók Ólafur Guðmundsson.

 

Myndasafninu hefur enn ekki verið unnið úr nema að litlu leyti.

meira...