31. október 2014

Gestkvæmt í safninu

Landbúnaðarsafnið opnaði hina nýju sýningu sína í Halldórsfjósi 2. október. Um leið opnaði Ullarselið glæsilega verslun þar, en Ullarselið annast einnig afgreiðslu gesta fyrir safnið. Sambýlið fer vel af stað enda löng reynsla fyrir samvinnu af því tagi.

 

Gestkvæmt hefur verið í safninu frá opnun sýningarinnar. Reiknast okkur til að vel á sjötta hundrað gestir hafi komið í safnið í mánuðinum, nú síðast í morgun fyrsta árs nemendur Bændaskóla LbhÍ, er komnir voru til þess að kynna sér tæknibreytingar landbúnaðarins síðustu öldina, en heimsóknin var liður í námi þeirra.

 

meira...

28. október 2014

Ný stjórn safnsins

Skipuð hefur verið ný stjórn Landbúnaðarsafns Íslands ses - til næstu fjögurra ára. Þar eiga sæti:

 

Fulltrúi LbhÍ Björn Þorsteinsson, og er hann formaður stjórnar, varamaður hans er Ragnhildur helga Jónsdóttir

 

Fulltrúi Borgarbyggðar er Ragnar Frank Kristjánsson og varamaður hans Helgi Haukur Hauksson.

meira...

19. október 2014

Ferguson-félagið heimsótti safnið

Í gær, laugardaginn18.10.2014, fékk safnið góða gesti. Hátt á fjórða tug félaga úr Ferguson-félaginu komu í heimsókn.

 

Ekki var ónýtt að fá þessa áhuga- og kunnáttumenn í heimsókn. Varð því forstöðumanni það fyrir að hafa almenna kynningu á safninu stutta en lofa gestunum að njóta þess að skoða og ræða gripi og verkhætti sem margir þeirra þekkja eins og buxnavasa sína.

 

Umræðan varð því afar lífleg og tíminn leið hratt.

 

meira...