13. júlí 2016

Listaverk Ólafar Erlu

Á laugardaginn kom listamaðurinn Ólöf Erla Bjarnadóttir (keramiker) með verk sitt Hólsfjöll og setti það upp til sýningar í Landbúnaðarsafni.

 

Verkið er mjög dæmigert fyrir íslenska bóndann í aldanna rás, að segja má. Í því felst stór hluti landbúnaðarsögunnar hér á norðurslóðum og það var ástæðan fyrir því að safnið óskaði eftir því að fá verkið til sýningar.

meira...

13. júlí 2016

Margmenni sótti Hvanneyrarhátíðina 9. júlí

Múgur og margmenni sótti Hvanneyrarhátíðina sl. laugardag - líklega nokkuð á 2. þúsund manns. Þar af litu um 600 manns við í Landbúnaðarsafni skv. áætlun eftir gestabók.

 

Margt var í boði fyrir unga og eldri svo sem lesa má um í öðrum fjölmiðlum. Sérstakir gestir safnsins voru félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar sem komu fjölbíla og skreyttu Hvanneyrarhlaðið með glæsigripum sínum ...

meira...

5. júlí 2016

Lagfæring á grein

Gerð hefur verið bragarbót á grein, sem í vetur var birt í vefriti safnsins, Plógi, b-deild, er heitir Heyturn á hverfanda hveli, sjá hér til vinstri á síðunni.

 

Ástæðan er sú að á dögum kom í heimsókn að Hvanneyri þýski kaupamaðurinn Oke Petersen sem stýrði smíði heyturnins sumarið 1964. Með honum gafst færi á að fara yfir nokkrar minningar frá verkinu, staðfesta frásögnina en lagfæra nokkur smáatriði hennar.

meira...