5. mars 2015

Af velvildarmönnum og einnri hestakerru

Landbúnaðarsafn er þannig í sveit sett að ýmsir góðkunningjar leggja því lið. Því er það nefnt nú að á dögunum gerðum við Jóhannes Ellertsson tæknimeistari safnsins reisu suðrí Mosó.

 

Erindi þeirrar reisu var að nálgast prýðilega hestakerru sem þau góðu hjón Erlingur Ólafsson og Helga Kristjánsdóttir í Reykjadal höfðu boðið safninu til varðveislu og sýningar.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá þeim degi, sem frá öðrum skar sig einnig á þann mátann að sól skein í heiði,  logn var og akvegir okkar allir auðir og þurrir sem á hásumri væri.

meira...

24. febrúar 2015

Stjórn LK heimsótti safnið

Í dag komu stjórn og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (www.naut.is ) í heimsókn og skoðuðu Landbúnaðarsafnið. Stjórnin fundaði á Hanneyri í dag og lauk deginum með safnheimsókninni.

 

Gaman var að fá þessa gesti í heimsókn og gafst tími til spjalls um nokkur efni sem báða aðila snertir.

 

Fáar búgreinar hafa gengið í gegnum jafnmiklar breytingar á síðustu 115 árum og naurgriparækt.

 

Nokkrum þeirra breytinga eru gerð skil í Landbúnaðarsafni en meira er í vændum.

meira...

20. febrúar 2015

Ferguson-félagið styrkir Landbúnaðarsafn

Aðalfundur Fergusonfélagsins var haldinn 17. febrúar sl. sjá www.ferguson-felagid.com

 

Þar var samþykkt að veita Landbúnaðarsafni Íslands þrjúhundruð þúsund króna fjárstyrk sem nýttur verði til  framþróunar sögu Ferguson á safninu.

 

Landbúnaðarsafn er Fergusonfélaginu afar þakklátt fyrir þennan góða styrk sem nýttur verður til þarfra verka í samráði við fulltrúa félagsins. 

 

meira...