8. febrúar 2016

Nýr gestur heimasíðunnar

Eins og glöggir lesendur heimasíðunnar kunna að hafa tekið eftir er nú komið nýtt merki í gestasætið hér til hægri.

 

Undanfarið hefur Sláturfélag Suðurlands setið það með merki sínu og þannig minnt á gagnmerka starfsemi sína sem nú hefur staðið nokkuð á aðra öld.

 

Hin nýi gestur er Þór hf - eitt elsta og virtasta búvélasölufyrirtæki landsins. Þann gest bjóðum við velkominn á vettvang.

meira...

3. febrúar 2016

Ársskýrsla safnsins 2015

Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands hefur nú verið færð hér inn á heimasíðuna - þú finnur hana hér.  

 

Árið 2015 var fyrsta heila árið sem grunnsýning safnsins stóð í Halldórsfjósi. Hin "nýja" aðstaða safnsins hefur reynst vel í hvívetna.

 

Gestir hafa lokið lofsorði á sýninguna. Þeir hafa raunar aldrei verið fleiri en á síðasta ári - liðlega 5000 manns.

meira...

24. janúar 2016

Heyturn á hverfanda hveli ...

 ... heitir grein sem bætt hefur verið inn í Vefrit safnsins B-deild, en vefritið er undir flipa hér rétt til vinstri á síðunni.

 

Þannig var að sumarið 1964 var á Hvanneyri gerð tilraun með sérstaka gerð heygeymslu. Sú var hollensk að fyrirmynd - og hét Die Ossekampen.

 

Verkfæranefnd ríkisins stóð fyrir tilrauninni en hlutverk nefndarinnar var að reyna og prófa ýmsar nýjungar í bútækni og vinnuhagræðingu við bústörf.

meira...