14. september 2014

Sýning safnsins er að mótast

Nú erum við búin að flytja hátt í 100 tonn af járni, sennilega þó meira, á milli húsa sl. 3 vikur, og flokka gripina - setja sumt í geymslu, annað fer á sýninguna sem er hægt og sígandi að mótast.

 

Nokkrar myndir fylgja hér með: Við sjáum Fordson, eina sögumerkiustu dráttarvél allra tíma, þar sem hún er komin á sinn framtíðarbás á sýningunni.

 

Þá kíkjum við inn á verðandi búsverkstæði þar sem verið er að gera rauðleitri dráttarvél af ónefndri tegund til góða. Hvaða tegund er þetta?

 

meira...

6. september 2014

Spurning til lesenda síðunnar?

Nú langar okkur að spyrja ykkur, lesendur síðunnar, sem nú eru orðnir 865 skv. talningu Nepals - einhver hlýtur að kunna svar!

 

Kannast einhver við þessa gripi sem myndin er af og þá notkun þeirra:

Þetta eru mót úr tré, það til hægri er ca. 18x8 cm, 3,5 cm djúpt.

það til vinstri 18,5x7,5 cm og 7,5 cm á dýpt, en í því er laus botn með skafti svo þrýsta má botninum upp úr mótinu.

meira...

5. september 2014

Fyrsti hópurinn kom í safnið í dag

Nokkur tímamót töldust verða í sögu Landbúnaðarsafns í dag, föstudaginn 5. september 2014:

 

Fyrsti hópurinn var formlega leiddur í gegnum safnið, þótt enn sé þar flest á tjá og tundri.

 

Hópinn mynduðu nemendur Landbúnaðarháskólans - Búvísindi 1. árs nemar með kennara sínum, Eiði Guðmundssyni .

 

Farið var yfir þróunarsögu landbúnaðarins hvað snerti ræktunarhætti og tæknivæðingu hennar.

meira...