Landbúnaðarsafn
Íslands

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

.
Árið 2026 er (eins og flest önnur ár. . . ) tímamótaár. Þá má segja að FORDSON-hjóladráttarvélin hafi hafið þá öld hjóladráttarvéla sem enn stendur.

"Fáir njóta þó eldanna sem fyrstir kveikja þá" sagði Davíð. Nallarnir (IHC 10-20) náðu fljótt sviðinu og Fordson féll í dálítinn skugga . . .

Það var sumarið 1926 sem Fordson-hjóladráttarvélin var kynnt við jarðvinnslu í Sogamýri í Reykjavík. Nauthreppingar við Djúp keyptu þá eina og nokkru fyrr hafði Theodór Johnson í Hjarðarholti í Dölum keypt slíka vél til jarðyrkju þar.

Sennilega kom FORDSONINN, sem er í safninu hér á Hve hingað sem gjöf Páls Stefánssonar frá Þverá til Halldórs skólastjóra líka þetta sumar til starfa (heimildum um það ber þó ekki alveg saman). Aldarafmæli Fordson er því í uppsiglingu í ár.

Ef allt fer eftir áætlun dagsins ætla ég að koma áleiðis dálítilli Fordson-sögu sem bókarkafla þegar líður á árið. Áður á þó ýmislegt eftir að gerast🤔😊 . . . "stei tjún´d" eins og þar stendur. . .

En þið sem eigið Fordson af eldri kalíbernum - skreytið hann með dálitlum afmælis- og heiðursfána því vel má kalla árið 2026 ár Fordson-anna.
... Sjá meiraSjá minna

.
Árið 2026 er (eins og flest önnur ár. . . ) tímamótaár. Þá má segja að FORDSON-hjóladráttarvélin hafi hafið þá öld hjóladráttarvéla sem enn stendur.Fáir njóta þó eldanna sem fyrstir kveikja þá sagði Davíð. Nallarnir (IHC 10-20) náðu fljótt sviðinu og Fordson féll í dálítinn skugga . . .Það var sumarið 1926 sem Fordson-hjóladráttarvélin var kynnt við jarðvinnslu í Sogamýri í Reykjavík. Nauthreppingar við Djúp keyptu þá eina og nokkru fyrr hafði Theodór Johnson í Hjarðarholti í Dölum keypt slíka vél til jarðyrkju þar.Sennilega kom FORDSONINN, sem er í safninu hér á Hve hingað sem gjöf Páls Stefánssonar frá Þverá til Halldórs skólastjóra líka þetta sumar til starfa (heimildum um það ber þó ekki alveg saman). Aldarafmæli Fordson er því í uppsiglingu í ár.Ef allt fer eftir áætlun dagsins ætla ég að koma áleiðis dálítilli Fordson-sögu sem bókarkafla þegar líður á árið. Áður á þó ýmislegt eftir að gerast🤔😊 . . . stei tjún´d eins og þar stendur. . .En þið sem eigið Fordson af eldri kalíbernum - skreytið hann með dálitlum afmælis- og heiðursfána því vel má kalla árið 2026 ár Fordson-anna.Image attachmentImage attachment

0 CommentsSkrá aths

Ertu í jólagjafahugleiðingum? Þarft ekki að leita lengra! Hér í safninu fást bollar með myndum af þúfnabananum og taupokar🎁 Opið á laugardaginn á milli kl. 13-17 en velkomið að hafa samband til að nálgast djásnin fyrir jól hjá okkur utan opnunartíma☺️🎄 ... Sjá meiraSjá minna

Ertu í jólagjafahugleiðingum? Þarft ekki að leita lengra! Hér í safninu fást bollar með myndum af þúfnabananum og taupokar🎁 Opið á laugardaginn á milli kl. 13-17 en velkomið að hafa samband til að nálgast djásnin fyrir jól hjá okkur utan opnunartíma☺️🎄Image attachment

0 CommentsSkrá aths

Fyrir um viku síðan opnaði Logi Einarsson menningarmálaráðherra nýjan Sarp, gagnagrunn íslenskra safna um safnkost þeirra. Óhætt er að segja að nýja síðan er gríðarlega vel heppnuð þar sem til dæmis er endurbætt leitarvél sem auðveldar aðgengi almennings að upplýsingum um fjölbreytt aðföng þar inni. Hæstvirtur ráðherra var til dæmis ekki lengi að finna ljósmyndir af ættingjum sínum við opnunina!
Hvetjum við fólk til að skoða nýja vefinn sem er stútfullur af merkilegum heimildum og er einnig afar “huggulegur ásýndum” ef svo má að orði komast!👏🏻

👉🏻 www.sarpur.is
... Sjá meiraSjá minna

Fyrir um viku síðan opnaði Logi Einarsson menningarmálaráðherra  nýjan Sarp, gagnagrunn íslenskra safna um safnkost þeirra. Óhætt er að segja að nýja síðan er gríðarlega vel heppnuð þar sem til dæmis er endurbætt leitarvél sem auðveldar aðgengi almennings að upplýsingum um fjölbreytt aðföng þar inni. Hæstvirtur ráðherra var til dæmis ekki lengi að finna ljósmyndir af ættingjum sínum við opnunina!
Hvetjum við fólk til að skoða nýja vefinn sem er stútfullur af merkilegum heimildum og er einnig afar “huggulegur ásýndum” ef svo má að orði komast!👏🏻👉🏻 www.sarpur.is

0 CommentsSkrá aths

Hlaða niður fleiri færslum

Heimsóknir

Einstakir safngripir

Ár frá stofnun

Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.

Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.

Vertu hjartanlega velkomin.

 

Safnkostur

1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi

Ertu með grip?

Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.

eða

eða

Sumar

15. maí – 30. september
Alla daga
11:00-17:00

Vetur

1. október – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00

eða

eða

Gjaldskrá

Fullorðnir (16+)         1.600 kr.

Námsmenn                1.200 kr.   

Eldri borgarar           1.200 kr.

Öryrkjar                     1.200 kr.

Börn (0-15)                 Frítt.